Hefur húmor fyrir sjálfum sér

"Vinir mínir grínast oft í mér en ég tek því bara létt," segir Toggi.
"Vinir mínir grínast oft í mér en ég tek því bara létt," segir Toggi.

Þorgeir Gunnarsson frá Ólafsfirði telst vera dvergur. Toggi, eins og hann er jafnan kallaður, þekkir bæði bjartar og dökkar hliðar þess að vera dvergur. Hann segir smæðina hafa hjálpað sér að mörgu leyti en að sama skapi hefur hann tekist á við einelti og fordóma. Vikudagur hitti þennan 24 ára strák, sem vinnur í hlutastarfi í Plastverk smiðjunni Bjargi en dreymir um að starfa á leikskóla á Akureyri.

„Ég ólst upp á Ólafsfirði til átta ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur með fjölskyldunni. Ég var öll sumur fyrir norðan, en þar leið mér mun betur en fyrir sunnan. Það voru aldrei nein vandamál heima á Ólafsfirði. Þetta er fámennur bær þar sem fólk þekkist og allir vissu hver ég var."

Erfitt fyrir sunnan

"En þetta breyttist eftir að fjölskyldan fluttist suður og var mjög erfitt til að byrja með. Krakkarnir þar vissu lítið um þetta og höfðu ekki oft séð dverg. Eins og þekkt er með þá sem skera sig eitthvað úr fjöldanum verða þeir fyrir stríðni. Krakkar eru oft miskunnarlausir og ég þurfti því að standa í smá baráttu í skólanum. Við fluttum suður að sumri til og það bjó strákar fyrir neðan mig sem ég kynntist ágætlega. Það vildi svo til að við enduðum í sama bekk og hann stóð við bakið á mér alla grunnskólagönguna. Ég lærði fljótlega að ég ætti ekkert að láta vaða yfir mig og ef mér var strítt, þá svaraði ég til baka. Yfirleitt reyndi ég þó að taka þetta á léttu nótunum en það var oft erfitt,“ segir Toggi.

throstur@vikudagur.is

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Togga sem nálgast má heild í prentúgáfu Vikudags.

Nýjast