Haukar unnu Þór, 1-0, er liðin mættust að Ásvöllum í Hafnarfirði í dag í 1. deild karla í knattspyrnu. Enok Eiðsson skoraði eina mark leiksins á 17. mínútu. Þetta var fyrsta tap Þórs í sumar sem hafði fyrir leikinn í dag unnið tvo fyrstu leiki sína á heimavelli. Eftir sigurinn eru Haukar komnir í toppsætið með sjö stig, stigi meira en Þór sem hefur sex stig í öðru sæti.