Hátt leiguverð sligar leigjendur

Bág staða er á leigumarkaði á Akureyri.
Bág staða er á leigumarkaði á Akureyri.

Slæm staða er á leigumarkaðinum á Akureyri og virðist skortur vera á íbúðum á viðráðanlegu verði. Þetta segir Hjálmar Árnason hjá húsnæðisdeild Akureyrarbæjar. Leiguverð hefur hækkað töluvert á milli ára. Sé dæmi tekið er mánaðarleiga á þriggja herbergja íbúð á almennum leigumarkaði í dag 108.107 kr. en var 99.363 kr. í fyrra. Þá eru dæmi um að leiguverð á almennum markaði fari upp í rúmlega 160 þúsund krónur á mánuði. Biðlistar hafa lengst jafn og þétt og hátt leiguverð hefur hamlað fólki í að finna íbúð við hæfi.

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um stöðuna á leigumarkaðnum á Akureyri í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag og rætt við þá Hjálmar Árnason og Jón Heiðar Daðason hjá húsnæðisdeild Akureyrarbæjar.

Nýjast