Dagskráin hefst kl. 16.15 og erindi flytja Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, Sigrún Stefánsdóttir formaður félagsmálaráðs Akureyrarbæjar og Þórdís Elva Þorsteinsdóttir Bachmann. Kl. 17.00 verður farin ljósaganga niður á Ráðhústorg. Nemendur úr MA leiða gönguna og þátttakendur mynda svo handaband á Ráðhústorgi.
Þótt staða íslenskra kvenna sé sterk á mörgum sviðum, þá er kynbundið ofbeldi alvarlegt vandamál hér á landi. Árið 2008 voru 285 einstaklingsviðtöl hjá Aflinu á Akureyri og hafði fjölgað um 94%. Þann 1. október sl. voru viðtölin orðin jafn mörg og allt árið í fyrra.