Hátíðardagskrá í MA á fimmtudaginn

Í tilefni af lokadegi 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og degi Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, verður flutt hátíðardagskrá í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri fimmtudaginn 10. desember nk.  

Dagskráin hefst kl. 16.15 og erindi flytja Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, Sigrún Stefánsdóttir formaður félagsmálaráðs Akureyrarbæjar og Þórdís Elva Þorsteinsdóttir Bachmann. Kl. 17.00 verður farin ljósaganga niður á Ráðhústorg. Nemendur úr MA leiða gönguna og þátttakendur mynda svo handaband á Ráðhústorgi.

Þótt staða íslenskra kvenna sé sterk á mörgum sviðum, þá er kynbundið ofbeldi alvarlegt vandamál hér á landi. Árið 2008 voru 285 einstaklingsviðtöl hjá Aflinu á Akureyri og hafði fjölgað um 94%. Þann 1. október sl. voru viðtölin orðin jafn mörg og allt árið í fyrra.

Nýjast