01. október, 2009 - 19:42
Fjárveiting vegna byggingar nýrrar kennsluálmu við Háskólann á Akureyri, sem nú er í smíðum, er felld niður í
nýju fjárlagafrumvarpi sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og þingmaður kjördæmisins lagði fram í dag.
Kennsluálman er langt kominn en 175 milljón króna fjárveiting sem áætluð hafði verið í hana á næsta ári er tekin af
í frumvarpinu. Samkvæmt þessu munu vonir þeirra ekki rætast, sem bjuggust við að byggingaframkvændir við Háskólann myndu
bæta atvinnuástand í byggingariðnaði á svæðinu.
Raunar virðist Háskólinn á Akureyri eiga að bera hlutfallslega stóran hluta niðurskurðarins í framlögum til háskóla- og
rannsóknarstofnana en niðurskurðurinn frá núgildandi fjárlögum í frumvarpinu sem kynnt var í dag nemur 6,6% á rekstragrunni, en
það er mesti hlutfallslegi niðurskurður allra sambærilegra stofnana í frumvarpinu. Alls á skólinn að spara rúmar 120 milljónir á
næsta ári. Ekki náðist í talsmenn skólans til að fá viðbrögð við þessum tíðindum.