04. október, 2007 - 20:44
„Við stefnum í það á næsta ári að 77% af stöðum leikskólakennara verði setnar fagfólki," segir Gunnar Gíslason, forstöðumaður leikskóladeildar Akureyrar. Mikið hefur verið í fréttum undanfarna daga hversu erfiðlega gangi að manna leikskólakennarastöður á höfuðborgarsvæðinu fagfólki. Gunnar segir að 77% þeirra sem nú starfa að umönnun barna á leikskólnum á Akureyri sé fagfólk. Þetta er mun betra hlutfall en t.d. á höguðborgarsvæðinu og Gunnar segir að starfsemi Háskólans á Akureyri kunni að vera skýringin. ,,Það er engin spurning að Háskólinn hérna hefur haft mikið um þetta að segja. Fólk fékk tækifæri til að fara hér í háskóla til að mennta sig..." - "...hér hafa svo leikskólakennarar útskrifast reglulega undanfarin ár og það skiptir náttúrulega miklu máli að hafa háskólann svona nærri". - Sjá nánar í Vkudegi sem kom út í dag.