Mjög harður árekstur varð á gatnamótum Krossanesbrautar og Óseyrar skömmu eftir kl. 15.00 í dag. Þar skullu saman jepplingur og fólksbifreið, ökumennirnir voru einir í bílum sínum og sluppu ótrúlega vel en fólksbíllinn er mjög illa farinn, ef ekki ónýtur. Flytja þurfti báða bílana af vettvangi með kranabíl.