Handboltaskóli Greifans verður haldin dagana 11.-15. júní næstkomandi í KA-heimilinu. Námskeiðið verður frá mánudegi til föstudags og kennt í um tvo tíma í senn, en kennslan verður blanda af fyrirlestrum og almennri handknattleikskennslu. Námskeiðið verður þrískipt eftir aldri og er fyrir krakka á aldrinum ellefu ára og upp úr. Skólinn var fyrst haldin í fyrra og þá komust færri að en vildu og því um að gera að skrá sig sem fyrst. Kennarar verða Jóhannes Bjarnason og Sævar Árnason og hægt er að skrá sig hjá þeim í síma 662-3200 (Jóhannes) og 694-5518 (Sævar).