Haltur leiðir blindan

Ökumaður sem átti leið um Skagafjörð í gærkvöldi var stöðvaður í Blönduhlíð af lögreglunni á Blönduósi sem var þar á ferð. Við athugun kom í ljós að ökumaðurinn hafði neitt kókaíns og var hann fluttur á lögreglustöðina á Sauðárkróki til skýrslutöku og sýnatöku. Eigandi bifreiðarinnar var kallaður til að sækja hana og kom hann brunandi á mótorhjóli frá Akureyri. Við athugun á honum kom hinsvegar í ljós að hann hafði nýlega notað hass.

Nýjast