Hálka, hálkublettir og snjóþekja víða um land

Víða um land er hálka á vegum og eða snjóþekja þótt ástandið sé mun skárra en í gær, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Hálkublettir eru í Húnavatnssýslum en þegar kemur austar á Norðurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja og sumstaðar él.

Talsverð ofankoma er á Austurlandi og er beðið með mokstur á Breiðdalsheiði en á öðrum leiðum er víðast snjóþekja. Hálkublettir eru sumstaðar á Suðurlandi, einkum á útvegum. Hálkublettir eru einnig nokkuð víða á Vesturlandi. Á Vestfjörðum eru víða hálkublettir eða hálka. Skafrenningur er bæði á Klettshálsi og á Þröskuldum.

Nýjast