Háklassík á skírdag og pönk á sumardaginn fyrsta

Pollapönkarnir spila í Hofi.
Pollapönkarnir spila í Hofi.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnar á þessu ári tuttugu ára afmæli. Dagbjört Brynja Harðardóttir framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar segir að eldmóður, þrautseigja og eldmóður einkenni starfsemina, enda hafi hljómsveitin vaxið jafnt og þétt á þessum tveimur áratugum. „Og ekki má gleyma óbilandi trú margra á gildi hljómsveitarinnar fyrir samfélagið og góðum viðtökum tónleikagesta. Sinfónían hefur skapað tækifæri fyrir tónlistarfólk á landsbyggðinni og aukið framboð og fjölbreytni tónlistarviðburða á Akureyri. Þessi fjölbreytni endurspeglast sérstaklega vel í efnisvali hljómsveitarinnar á þessu tónleikaári.“

Mahler og Pollapönk

Á morgun, skírdag, fagnar hljómsveitin 20 ára starfsafmæli sínu með því að ráðast í stærsta verk sitt til þessa eða 6. Sinfóníu Mahlers, sem er talin ein magnaðasta sinfónía allra tíma. SN kallar til liðs við sig Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og langt komna nemendur Tónlistarskólans á Akureyri. Aldrei áður hefur hljómsveitin verið svo fjölmenn en 100 manns stíga á stokk. Á sumardaginn fyrsta vendir hljómsveitin kvæði sínu í kross og flytur pönk í fyrsta sinn á ferli sínum ásamt Evróvisjónförunum Pollapönk og á þriðja hundrað nemendum Tónlistarskólans á Akureyri. Báðir tónleikarnir eru undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og Daníel Þorsteinsson útsetti fyrir SN og Pollapönk.

Nýjast