Velta Norðlenska á síðasta ári var 5,2 milljarðar og jókst um nærri 10% á milli ára. Eigið fé fyrirtækisins í árslok var 632 milljónir og eiginfjárhlutfallið 19,2%.
Að sögn Sigmundar Ófeigssonar framkvæmdastjóra var reksturinn í góðu jafnvægi. Sala á vörum Norðlenska vekk vel, innanlands sem utan. Þegar leið á árið dró heldur úr eftirspurn, sérstaklega á lambakjöti og grísakjöti. Útflutt magn var mjög sambærilegt við síðastliðin ár en afkoman þó heldur lakari vegna styrkingar íslensku krónunnar. Verð fyrir hinar ýmsu aukaafurðir var hins vegar mjög gott á árinu. Norðlenska hefur lagt aukna áherslu á að fullnýta sláturgripi, aukaafurðir eru allar fluttar út og skiluðu þau viðskipti viðunandi hagnaði, segir Sigmundur Ófeigsson.