Hagnaður Íslenskra verðbréfa 138 milljónir

Sveinn Torfi Pálsson
Sveinn Torfi Pálsson

Hagnaður af rekstri Íslenskra verðbréfa hf. árið 2013 nam 138 m.kr. Félagið hefur skilað hagnaði óslitið frá árinu 2002. Eigið fé félagsins nam 591 m.kr. í árslok 2013 og eiginfjárhlutfall, reiknað samkvæmt 84. grein laga um fjármálafyrirtæki, var í árslok 35,5%.

Sveinn Torfi Pálsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, segir í tilkynningu niðurstöðuna ánægjulega. „Ég er ánægður með afkomu félagsins á árinu 2013 og yfirstandandi ár leggst vel í mig. Eignir í stýringu námu 112 milljörðum króna í árslok og ávöxtun eignasafna í umsjá félagsins var með besta móti.“

Nýjast