„Þetta gekk mun betur en áætlað var og er þar fyrst og fremst að þakka mikilli sjálfboðavinnu. Ég held að um 1500 sjálfboðaliðar hafi hjálpað til á mótinu og það er stór partur af þessum hagnaði." Fjármununum verður skipt á milli félaganna tveggja sem héldu Landsmótið, UMSE og UFA, auk þess sem sérstakir sjóðir verða stofnaðir til þess að halda utan um hagnaðinn. „Megnið af fjármununum verður væntanlega notað í almenna útbreiðslu fyrir félögin," segir Sigurður.