Hafnaði í sjötta sæti

Ásgerður Jana Ágústsdóttir keppti m.a. í spjótkasti á NM. Mynd: Þórir Tryggvason.
Ásgerður Jana Ágústsdóttir keppti m.a. í spjótkasti á NM. Mynd: Þórir Tryggvason.

Ásgerður Jana Ágústsdóttir hafnaði í sjötta sæti af ellefu keppendum í sjöþraut í flokki 17 ára og yngri á Norðurlandamóti unglinga í fjölþrautum sem fram fór í Noregi sl. helgi. Hún fékk samtals 4.495 stig. Íslendingar náðu í tvenn verðlaun á mótinu en þær Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni og Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH urðu í öðru og þriðja sæti í flokki 22 ára og yngri.  

 

Nýjast