Veður hafa verið válynd og ólíklegt að tíkin sé enn á lífi - þó gæti hún hafa álpast heim á einhvern bæ eða einhver tekið hana í hús. Þeir sem kynnu að hafa orðið Kríu varir eða vita eitthvað um örlög hennar eru vinsamlegast beðnir að hringja sem fyrst í síma 867 1000 og láta vita.