Davíð Jón Stefánsson rekur lítið fyrirtæki á Akureyri ásamt konu sinni Heiðu Björgu og sérhæfa þau sig í að þrífa sorptunnur. Fyrirtækið nefnist Hreintunna.is og er óhætt að segja að vinnan sé miður geðsleg á köflum. Davíð segist hafa fengið hugmyndina erlendis frá en þauhófu starfsemina í júní í sumar og hafa á nokkrum mánuðum þrifið mörg hundruð tunnur. Lengri frétt og viðtal við Davíð má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-þev