Skíðafélag Akureyrar hefur ákveðið að hætta við keppni í kvennaflokki á Dagnýjarmótinu á skíðum sem átti að fara fram dagana 27.- 28. desember í Hlíðarfjalli. Skíðadeild Ármanns stefnir engu að síður á að halda keppni í karlaflokki þessa sömu daga í Hlíðarfjalli. Áætlað er að ræst verður í fyrstu ferð kl. 13:00 á morgun, sunnudag.