Alls voru 20 keppendur í opna flokknum. Þetta var í 14 sinn sem Gylfi verður Akureyrarmeistari. Eymundur var "spútnik" maður keppninnar en þetta var hans besta mót frá upphafi og mun hann hækka um 75 - 80 íslensk stig og auk þess kemst hann inn á alþjóðastiga listan sem kemur út í vor. Rúnar Sigurpálsson sigraði glæsilega á hraðskákmóti Akureyrar vann allar sínar 13 skákir og 8. sinn sem hann verður Akureyrarmeistari í hraðskák. Mikael Jóhann Karlsson varð unglingameistari Akureyrar í hraðskák.
Jón Kristinn Þorgeirsson varð í 6. sæti á Norðurlandamótinu í skólaskák í flokki tíu ára og yngri, en fjórir keppendur urðu jafnir og efstir með 4,5 vinninga af 6 mögulegum. Alls voru 12 keppendur í flokknum. Keppnin fór fram í Færeyjum. Í kvöld kl. 20.00 hefst 10. mínútna mót og á sunnudag er 15. mínútna mót hefst kl. 14.00. Sveitakeppni grunnskóla á Akureyri og nágrenni fer fram á miðvikudag 4. mars og hefst kl. 16.30.