Fyrsta bikarmót SKÍ í vetur var haldið sl. helgi í Hlíðarfjalli þegar Bikar/FIS- mót í alpagreinum fór fram. Keppt var í karla- og kvennaflokki í stórsvigi og svigi en alls kepptu 73 keppendur á mótinu.
Í svigi í karlaflokki sigraði Brynjar Jökull Guðmundsson SKRR, í öðru sæti varð Björn Ingason SKA og þriðji varð Jón Viðar Þorvaldsson SKA. Í kvennaflokki var það Erla Guðný Helgadóttir SKRR sem sigraði, í öðru sæti varð Jóna Brynja Birkisdóttir SKA og í þriðja sæti Tinna Rut Hauksdóttir SKRR.
Í stórsvigi í karlaflokki sigraði Gunnar Þór Halldórsson SKA, í öðru sæti varð Jón Viðar Þorvaldsson SKA og í þriðja sæti Sturla Snær Snorrason Ármanni. Í kvennaflokki var það Freydís Halla Einarsdóttir Ármanni sem bar sigur úr býtum, í öðru sæti varð Tinna Dagbjartsdóttir SKA og í þriðja sæti Halla Sif Guðmundsdóttir SKA.