Gunnar Þór hafnaði í 33. sæti á HM í Frakklandi

Gunnar Þór Halldórsson, skíðamaður frá SKA, hafnaði í 33. sæti í svigi á heimsmeistaramóti unglinga í alpagreinum sem haldið er í Mont Blanc í Frakklandi. Árangur Gunnars er besti árangur sem íslenskur keppandi hefur náð á HM unglinga síðan árið 2001.

Eyþór Arnarsson SKA hafnaði í 44. sæti og Katrín Kristjánsdóttir SKA endaði í 54. sæti. Íris Guðmundsdóttir og Tinna Dagbjartsdóttir, báðar frá SKA, féllu úr keppni í fyrri umferðinni í svigi, en Íris endaði í 54. sæti í risasvigi af 57 keppendum sem luku keppni.

Sigurgeir Halldórsson SKA náði góðum árangri í risasvigi á mótinu og hann bætti einnig sína alþjóðlegu fispunkta, sem er ekki algengt á stórmótum.

Nýjast