Gullkvarts fannst í Vaðlaheiðargöngum

Kvartsæðin í göngunum/mynd GA
Kvartsæðin í göngunum/mynd GA

„Þetta kom í ljós eftir eftir sprengingar í nótt og eftir að hafa kannað málið sýnist okkur að um gullkvarts sé að ræða. Þetta er í æð sem er skammt innan við heitavatnsæðina sem fannst í síðasta mánuði. Þeir starfsmenn sem voru á vaktinni í nótt fundu talsvert af þessu efni á mjög afmörkuðu svæði, þetta er sennilega ekki nema um 12 metra löng æð og efnið sáldrað um bergið í kringum hana,“ segir Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Búið er að aka efninu út úr göngunum sem losnaði við sprengingarnar í nótt og hefur verið ákveðið að fara með það á bílaplan Siglingaklúbbsins Nökkva við Drottningarbrautina á Akureyri, en þar er verið að gera göngu- og hjólreiðastíg.

Engum bannað að skoða

„Stjórn Vaðlaheiðarganga var gert viðvart strax í morgun og niðurstaða hennar er að verktakinn geti ekki  gert sérstakt tilkall til þess efnis sem þarna er á ferðinni, enda skýrt tekið fram í útboðsgögnum að verktakinn eigi aðeins að annast framkvæmdirnar sjálfar. Eignarhaldsfélagið Vaðlaheiði er í eigu sveitarfélaganna og það er útilokað að banna fólki að skoða efnishauginn eða taka eitthvað úr honum til skoðunar eða annarrar ráðstöfunar, þess vegna var farið með þetta efni á þennan stað, þetta er vissulega talsvert magn en það er ekki fyrir neinum þar sem það er núna.“

Gætu verið mikil verðmæti

„Við gerum okkur enga grein fyrir því hvort mikil umferð verður af fólki til að skoða efnið, þetta er óvenjulegt en einhverjir sem til þekkja hafa fullyrt að þarna geti hugsanlega verið um mikil verðmæti að ræða, það fer eftir endanlegri greiningu á kvartsinu sjálfu. Fyrsti vörubíllinn er væntanlegur á athafnasvæði Nökkva um klukkan 11:00 í dag og ég bið fólk um að mæta með sigti og litlar skóflur. Ég veit að fulltrúar kaupagull.is eru væntanlegir norður í dag, þeir vilja gjarnan kaupa gull af fólki.“

Nýjast