Guðlaugur og Oddur valdir í Pressuliðið

Guðlaugur Arnarsson og Oddur Grétarsson, leikmenn Akureyri Handboltafélags, hafa verið valdir í Pressuliðið sem leikur æfingaleik gegn íslenska landsliðinu í handbolta, fimmtudaginn 29. október nk. Það voru íþróttafréttamenn sem völdu lið Pressunnar, sem skipar eingöngu leikmönnum sem leika með íslenskum félagsliðum. Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópukeppnina í Austurríki í janúar nk. Leikurinn á fimmtudaginn hefst kl. 19:30 í Laugardagshöllinni.

Liðið lítur þannig út:

Markverðir:
Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum
Pálmar Pétursson, FH

Aðrir leikmenn:
Arnór Þór Gunnarsson, Val
Björgvin Hólmgeirsson, Haukum
Ernir Hrafn Arnarson, Val
Fannar Friðgeirsson, Val
Freyr Brynjarsson, Haukum
Guðlaugur Arnarsson, Akureyri
Haraldur Þorvarðarson, Fram
Oddur Grétarsson, Akureyri
Orri Freyr Gíslason, Val
Ólafur Gústafsson, FH
Ragnar Hjaltested, HK
Ragnar Þór Jóhannsson, Selfoss
Sigurgeir Árni Ægisson, FH
Valdimar Fannar Þórsson, HK

Nýjast