Guðlaugur hættir með KA/Þór

Guðlaugur Arnarsson ræðir við leikmenn KA/Þórs í vetur en hann mun nú snúa sér að öðrum verkefnum.
Guðlaugur Arnarsson ræðir við leikmenn KA/Þórs í vetur en hann mun nú snúa sér að öðrum verkefnum.

Guðlaugur Arnarsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handknattleik en þetta staðfesti hann við Vikudag í morgun. Guðlaugur stýrði KA/Þór í vetur í N1-deildinni og undir hans stjórn hafnaði liðið í sjöunda sæti og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. Hann segist ætla að snúa sér að öðrum verkefnum og ákvörðunin sé tekin vegna persónulegra ástæðna. Ekki er ljóst hver tekur við liðinu af Guðlaugi.

Nýjast