Grunur um inflúensu í svínum á svínabúi í Hörgárbyggð

Grunur hefur vaknað um inflúensu í svínum á einu svínabúi í Eyjafirði. Sýni verða tekin í dag og send til rannsóknar á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Svínaflensa smitast ekki með svínakjöti og fólki stafar því engin hætta af neyslu þess.  

Til að hindra útbreiðslu smits til annarra búa hefur bann verið sett á flutning dýra frá búinu og sóttvarnir hertar. Einkenni inflúensu í svínum eru m.a. hár hiti og lystarleysi, kvef og hósti. Svínin ná sér oftast eftir þriggja til sex daga veikindi, segir í vef Matvælastofnunar. Á mbl.is kemur fram að um sé að ræða  svínabúið á Hraukbæ í Hörgárbyggð.

Nýjast