Undanfarið hafa verið miklar framkvæmdir í gangi í Grímsey. Búið er að leggja nýtt slitlag á flugbrautina og á veginn frá flugvellinum og að höfninni. Í byrjun vikunnar var síðan unnið að því að leggja nýtt slitlag á göturnar í þorpinu. Frá þessu er greint á vef Grímseyjar en nýtt malbik á götunum hefur vakið mikla lukku meðal íbúa eyjunnar.