Guðmundur Karl sagði að búið væri að lengja opnunina í dag fram til kl. 17.00, annað væri ekki hægt á meðan allur þessi fjöldi færi í fjallinu. Um 80-90% af gestunum í Hlíðarfjalli eru aðkomufólk og Guðmundur Karl á von á svipuðum og jafnvel meiri fjölda í fjallið í morgun, enda vissi hann af hópum á leiðinni norður í dag. Þá reiknar hann með góðri aðsókn eftir helgina, enda eru vetrarfrí í grunnskólunum að hefjast og því mikið verið selt af 6 daga kortum í lyfturnar í Hlíðarfjalli. Hins vegar mun vera erfitt að fá gistingu á gistiheimilum og þá munu allar orlofsíbúðir vera í útleigu.