Harpa Ævarsdóttir er hér með girnilegar uppskriftir í matarkrók vikunnar. Ég ætla að bjóða upp á grænmetisböku sem ég geri oft hlutföll og innihald er þó aldrei eins hjá mér heldur aðlagað að innihaldi ísskápsins hverju sinni hér er hins vegar grunnuppskriftin. Einnig er hér öðruvísi brauðréttur í klúbbinn eða kaffiboðið og að lokum hin dásamlega Pavlova sem er ólýsanlega góð, segir Harpa.
Grænmetisbaka
1 dl. haframjöl
2 dl. hveiti
100 g smjörlíki
100 g skyr (bláa skyrið)
Hnoðið allt saman, gott að geyma svo í ísskáp í 30 40 mínútur (hef sjaldnast þolinmæði í það). Þrýsta deiginu í botninn og upp með hliðunum á eldföstu móti.
Uppáhaldsgrænmetið ykkar eða hvaðeina sem hugmyndaflugið leyfir - t.d.
Spergilkál
Blómkál
Sveppir
Paprikur í ýmsum litum
Laukur
Hnetur
Pasta
Léttsteikið grænmetið og setjið ofan á deigið.
3 egg
2 ½ dl. rjómi (matreiðslurjómi)
4 dl. rifinn ostur
Salt og annað krydd að eigin vali
Allt þeytt saman og hellt yfir grænmetið. Bakan er svo bökuð í ofni við 200 ? C í 40 mín.
Spínat-píramídi
Samlokubrauð skorpulaust
Olía
2 3 hvítlauksrif (því meira því betra)
1 poki ferskt spínat
100 g rjómaostur
½ bolli grænar ólífur, saxaðar
1 bolli rifinn ostur
Salt og pipar
Ferskur mozzarellaostur
Léttsteikið hvítlaukinn í olíunni, bætið spínatinu út á pönnuna og steikið áfram í smá stund. Hrærið saman rjómaostinum, ólífunum og rifna ostinum saltið og piprið og bætið svo spínatblöndunni saman við og hrærið. Smyrjið blöndunni á brauðsneiðarnar og búið til samlokur. Skerið samlokurnar í tvo hluta horn í horn og raðið á bökunarplötu þannig að þær myndi píramída og stráið söxuðum mozzarella-osti yfir og bakið við 180 ? C í 10 15 mínútur.
Pavlova
Alls konar hnallþórur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Fyrir stuttu uppgötvaði ég þessa dásemd sem Pavlova er og deili henni hér með ykkur.
8 eggjahvítur
500 gr. sykur
Örlítið salt
½ - 1 tsk. vanilludropar
4 msk. maizenamjöl
2 tsk. hvítvínsedik
Þeytið eggjahvíturnar með saltinu þar til þær freyða vel og bætið þá sykri smám saman út í og þeytið vel eða þar til þær verða stífar og glansandi. Bætið þá vanilludropum, maizenamjöli og hvítvínsediki varlega saman við. Setjið á bökunarplötu mótið í samræmi við kökufatið sem þið ætlið að nota. Forhitið ofninn í 180 ? C en lækkið í 150 ? C þegar kakan fer inn í ofninn og bakið í 1 ½ klst. slökkvið á ofninum og látið kökuna kólna í honum. Ath. hún á að vera mjúk í miðjunni.
Þeytið ½ ltr. af rjóma með smávegis af vanilludropum út í breiðið rjómann yfir kökuna og þar ofan á setjið þið FULLT af berjum og ávöxtum (bláber, jarðarber, granatepli, mangó, kiwi, vínber....).