Göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokað í vor

Ákveðið hefur verið að loka göngudeild SÁÁ á Akureyri í vor í sparnaðarskyni. Unnið er að því að leigja húsnæði félagsins að Hofsbót 4. Anna Hildur Guðmundsdóttir dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri  segir að þessi niðurstaða sé alveg hræðileg, enda muni vandinn ekki hverfa þótt göngudeildinni verði lokað. Sjálf lætur hún af störfum þann 1. júní nk.  

Anna Hildur segir að starfsemin á Akureyri sé mjög þörf og mikilvæg í þessum landshluta en hún hefur verið að taka yfir 2000 viðtöl á ári. Heildarkostnaður við reksturinn á Akureyri er um 15 milljónir króna á ári. Ríkisvaldið hefur dregið úr fjárframlagi til reksturs SÁÁ, auk þess sem fyrirtæki og einstaklingar hafa einnig kippt að sér höndum, varðandi styrki. Nú stendur yfir endurskipulagning á starfsemi SÁÁ og segir Anna Hildur að megináherslan sé lögð á að standa vörð um Vog í Reykjavík og eftirmeðferðarstöðina.

Nýjast