Golfklúbbur Akureyrar óskar eftir stærra landsvæði

Golfklúbbur Akureyrar hefur sent erindi til skipulagsnefndar, þar sem óskað er eftir landsvæði fyrir, grasbanka, æfingar- og aukagolfvöll. Svæðið afmarkast af núverandi vallarmörkum í norðri, vinnusvæði Vegagerðarinnar, núverandi reiðgötu í vestri og Miðhúsabraut.  

Skipulagsnefnd tók vel í erindið en getur ekki fallist á framlagða tillögu þar sem ekki er tekið tillit til fyrirhugaðrar gönguleiðar frá undirgöngum við Miðhúsabraut og fól skipulagsstjóra að skoða málið í samráði við framkvæmdadeild og forráðamenn Golfklúbbs Akureyrar. Golfvertíðin á Akureyri er nú loks hafin en golfvöllurinn að Jaðri var formlega opnaður um helgina og kemur hann ágætlega undan vetri.

Nýjast