Góður árangur Þórs og KA á Landsbankamóti

Yngri flokkar kvenna hjá KA og Þór gerðu góða hluti á Landsbankamótinu í knattspyrnu sem haldið var á Sauðárkróki sl. helgi. Mótið er eingöngu fyrir stelpur og mættu rúmlega 50 stúlkur frá Þór á svæðið og 64 stúlkur frá KA sem stóðu sig með prýði.

Keppt var í 4., 5., 6., og 7. flokki á mótinu. Þór sigraði í 4. flokki A- liða, 5. flokki B- liða og í 6. flokki B- liða og náði öðru sæti í 4. flokki B- liða og í 5. flokki A- liða.

Hjá KA höfnuðu B- lið 7. flokks og A- lið 6. flokks í öðru sæti og í 5. flokki B- liða hafnaði KA í þriðja sæti.

Nýjast