Þrepamót í áhaldafimleikum fór fram í húsi Ármenninga í Laugardal sl. helgi, þar sem níu strákar og tólf stelpur frá FIMAK tóku þátt með fínum árangri. Í 3. þrepi 14 ára og eldri pilta sigraði Númi Kárason á gólfi, hringjum, stökki og svifrá og vann gullverðlaun í samanlögðu með 75, 450 stig.
Stefán Trausti Njálsson sigraði á tvíslá og lenti í öðru sæti í samanlögðu með 68, 800 stig. Rúnar Unnsteinsson sigraði á bogahesti og hafnaði í þriðja sæti í samanlögðu með 62, 150 stig.
Í 4. þrepi kvenna 13 ára og eldri sigraði Margrét Jóhannsdóttir í stökki. Aðrir keppendur FIMAK stóðu sig einnig vel og auk gullverðlauna vann félagið til fjölda brons- og silfurverðlauna á mótinu.