Góður árangur Bryndísar í Noregi

Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni, gerði góða hluti í Noregi á sterku alþjóðlegu sundmóti, Bergen Swim Festival, sl. helgi. Bryndís keppti í fimm sundgreinum og synti til úrslita í þeim öllum.

 

Bryndís sigraði í 50 m flugsundi, þar sem hún bætti sitt eigið Akureyrarmet er hún synti á 26,99 sek. Einnig vann Bryndís til silfurverðlauna í 100 m flugsundi og bronsverðlauna í 50 m skriðsundi. Þá varð hún í fjórða sæti í 100 m fjórsundi og 100 m skriðsundi.

Nýjast