30. nóvember, 2009 - 14:53
Góðgerðavika félagsmiðstöðvanna á Akureyri hófst í dag, mándaginn 29. nóvember og stendur til 5. desember. Í
þessari viku munu Félagsmiðstöðvarnar láta gott af sér leiða á marga vegu, t.d munu ungmennin safna matvælum fyrir
Mæðrastyrksnefndina, fötum fyrir Rauða krossinn og syngja fyrir vistmenn og konur á Dvalarheimilinu Hlíð.
Góðgerðavikan mun síðan ná hámarki á laugardaginn 5. desember á jólamarkaði Rósenborgar, en þar munu krakkarnir vera
með ýmsan varning til sölu og selja kakó og vöfflur. Jólamarkaðurinn verður frá kl 13 - 17 og allur ágóði mun renna óskiptur
til Mæðrastyrksnefndarinnar á Akureyri.