Opið er í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 10-16. Um klukkan ellefu í morgun var -4°C, og hægur vindur og skíðaaðstæður góðar. Þá er skíða- og brettaskóli frá kl. 10-14.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings skrifuðu undir samkomulag á milli Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og Norðurþings um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík
Ákveðið hefur verið að endurtaka minningarsiglingu um horfna og látinna sjómanna í tengslum við hátíðarhöld á Sjómannadaginn um aðra helgi. Bryddað var upp á þessari fallegu nýjung á Sjómannadaginn í fyrra og var mjög góður rómur gerður að.
Laugardaginn 24. maí, kl. 15 verður boðið upp á almenna leiðsögn um sýningar Þóru Sigurðardóttur, Tími – Rými – Efni, og Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, sem opnaðar voru um síðustu helgi. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn um sýningarnar í boði daginn eftir, sunnudaginn 25. maí kl. 11-12.
Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl.
Ungmennafélag Akureyrar (UFA) gerði á dögunum samstarfssamninga við nokkur öflug fyrirtæki vegna Akureyrarhlaupsins. Gerður var samstarfssamningur við atNorth til næstu þriggja ára. Að auki var samið við Altis sem selur meðal annars Mizuno íþróttafatnað og T-plús sem veitir verðlaunafé fyrir brautarmet í Akureyrarhlaupinu líkt og fyrri ár.
Nýtt 80 rýma hjúkrunarheimili mun rísa við Þursaholt 2 á Akureyri. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu samkomulag þess efnis í dag og skoðuðu byggingarstaðinn ásamt fulltrúum úr bæjarstjórn, öldungaráði og stjórn félags eldri borgara á Akureyri.
Á Facebooksíðu Skógræktarfélags Eyjafjarðar er skemmtileg frásögn, í henni er kastað fram hugmynd sem um er að gera að skoða hvort ekki eigi við hjá þér lesandi góður.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., ritaði í dag bréf til starfsfólks þar sem tilkynnti um ákvörðun sína um að láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní næstkomandi.
Eins og fram hefur komið lætur Sigríður Huld Jónsdóttir af embætti skólameistara við Verkmenntaskólan á Akureyri mánaðarmótin júli, ágúst n.k. Heimasíða VMA tók viðtal við hana að þessu tilefni sem vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi til að birta hér.
Á morgun, laugardaginn 24. maí, brautskráir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari nítjánda nemendahópinn frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þetta verður síðasta brautskráning hennar því hún hefur sagt starfi sínu lausu og mun formlega láta af störfum 31. júlí nk. Hún verður þó áfram í skólanum fram í ágúst til þess að ganga frá ýmsum lausum endum og leggja eftirmanni sínum lið fyrstu vikurnar í starfi.