Góð afkoma í rekstri Dalvíkurbyggðar

Dalvíkurhöfn.
Dalvíkurhöfn.

Ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykktur í sveitarstjórn nýverið. Samkvæmt samstæðureikningi A og B hluta er hagnaður af rekstri sem nemur tæpum 232 milljónum. Er þetta um 161 milljónum betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun, er segir í fréttatilkynningu. 

Tekjur samstæðunnar námu ríflega 2,28 milljarði og hafa aldrei verið hærri. Fjárfestingar ársins voru um 502 milljónir en á móti nam söluverð eigna um 102 milljónum. Helstu fjárfestingar voru hafnarframvæmdir, endurbætur á sundlaug og gatnagerð. 

Nýjast