Í dag, mánudaginn 15. mars, eru liðin 20 ár frá því að Glerárlaug á Akureyri var opnuð almenningi. Laugin var vígð
laugardaginn 20. janúar árið 1990 og skólasund hófst svo tveimur dögum síðar, eða mánudaginn 22. janúar.
Ekki var hægt að opna fyrir almenning í sund strax vegna vöntunar á læsingum á skápa í klefum. Glerárlaug hefur verið vel
sótt í gegnum tíðina og á síðasta ári sóttu um 54 þúsund manns laugina.