Framkvæmdanefnd Akureyrarbæjar hefur samþykkt hvernig nærri 100 milljónum króna verður varið til sérstaks umhverfisátaks á þessu ári. Í tilefni af 150 ára afmæli kaupstaðarins árið 2012 ákvað bæjarstjórn að verja allt að hálfum milljarði króna í sérstakt umhverfisátak næstu fimm árin. Árlega verður um 100 milljónum varið í átakið og nú hefur framkvæmdaráð valið úr tillögum bæjarbúa, sem áætlað er að hrinda í framkvæmd á þessu ári.
Glerárbrú lagfærð
Í fyrra bárust margar óskir frá bæjarbúum um að lagfæra brúna, en af því varð ekki. Í ár bárust sömuleiðis margar óskir og hefur verið ákveðið að verja fimm milljónum króna til að lagfæra þetta gamla mannvirki.
Nánar um umhverfisátakið í prentútgáfu Vikudags