Mateja Zver bætti öðru marki Þórs/KA við á 16. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik. KR-stúlkur náðu að minnka muninn með marki á 85. mínútu en nær komust þær ekki og lokatölur 2-1 sigur Þórs/KA. Glæsilegur og langþráður sigur hjá heimastúlkum á KR-ingum. Eftir níu umferðir er Þór/KA í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig.
Nánar verður fjallað um leikinn í Vikudegi á morgun.