Giljaskóli uppfyllir viðmið um sjálfsmatsaðferðir

Á fundi skólanefndar Akureyrar í vikunni var lagt fram erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem kynntar eru niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum Giljaskóla, Glerárskóla, Oddeyrarskóla og Síðuskóla haustið 2009. Þar kemur fram að Giljaskóli er einn þeirra 29 skóla sem uppfyllti viðmið ráðuneytisins um bæði sjálfsmatsaðferðir og um framkvæmd sjálfsmats.  

Í Glerárskóla teljast sjálfsmatsaðferðir fullnægjandi og framkvæmd sjálfsmats fullnægjandi að hluta, í Oddeyrarskóla teljast bæði sjálfsmatsaðferðir  og framkvæmd fullnægjandi að hluta og í Síðuskóla teljast bæði sjálfsmatsaðferðir og framkvæmd ófullnægjandi. Skólanefnd lýsti ánægju sinni með árangur Giljaskóla. Skólanefnd lýsti ánægju sinni með árangur Giljaskóla og samþykkti að fela fræðslustjóra að sjá til þess að vinna að tillögum til úrbóta sem sendar verða mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir 1. mars nk.

Nýjast