Gilinu verði lokað yfir hásumarið

Séð upp Listagilið.
Séð upp Listagilið.

Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, vill ásamt öðrum með aðstöðu í Listagilinu loka fyrir bílaumferð um götuna í allt að fimm vikur yfir hásumarið. Hlynur biðlaði til bæjaryfirvalda ásamt Guðrúnu Þórsdóttur hjá Listasumri, Þóru Karlsdóttur hjá Gilfélaginu og Klængi Gunnarssyni hjá Myndlistarfélaginu um að bílaumferð yrði takmörkuð í Gilinu í fimm vikur í sumar.

Skipulagsnefnd Akureyrar hafnaði beiðninni og bar við mikilli bílaumferð. Hlynur segir niðurstöðuna vonbrigði en hópurinn sem vilji takmarka bílaumferð muni haldi málinu til streitu. „Við ætlum að reyna að fá þetta í gegn næsta sumar. Við sjáum hag okkar í því að loka fyrir bílaumferð."

Hann bendir á að vannýtt tækifæri séu til staðar í Gilinu. „Gatan er mjög skjólgóð fyrir norðanáttinni, með góð kaffihús og veitingastarfsemi, fjölda listamannarekinna sýningarstaða og Listasumar í fullum gangi. Þar af leiðandi er grundvöllur fyrir því að koma lífinu meira út á götuna yfir hásumarið," segir Hlynur, en nánar er rætt við hann og fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast