Getur verið hættulegt að drekka of mikið vatn?

Ásgeir Ólafsson
Ásgeir Ólafsson

Drykkjarvatn getur verið mjög hættulegt þegar það er drukkið mikið á of stuttum tíma. Algeng einkenni vökvasöfnunar (overhydrating) eru sundl, meðvitundarleysi, persónuleikabreytingar og uppköst – áður en þú að lokum getur fallið í dá. Læknar hafa áhyggjur af óhóflegri neyslu fólks á vatni, sem getur haft mjög skaðleg áhrif á heilsu þeirra. Ef þvagblaðran þín vinnur of hratt getur hún orðið ofvirk og leitt til leka. Drekkur þú of mikið vatn í of langan tíma getur hún misst eiginleika sinn í að tæma sig og það getur leitt til nýrnavandamála.

Þú skilar einnig út of miklu af steinefnum og vítamínum sem getur leitt til ýmissa sjúkdóma. Líkaminn þinn tapar vökva í gegnum þvag, hægðir, lungu og húð. Þvagmagn breytist með mismikilli vökvainntöku og næringu. En liggur venjulega milli 900-1500 ml á sólarhring. Losun vatns í gengum hægðir eru um 50-100 ml á sólarhring. Vökvatapið í gegnum útöndun (lungu) er yfirleitt í kringum 400 ml á sólarhring og útgufunin (húðin) er í kringum 500 ml á sama tímabili. Vökvaþörf barns er meiri vegna þess að börn losa að meðaltali meira magn í gegnum húðina en þeir sem fullorðnir eru. Mesta vökvatapið er hjá ungabörnum sé miðað við hæð og þyngd einstaklings.

Hvað getur gerst?

Frumurnar í líkamanum okkar geta bólgnað vegna þess eins að þær eru fylltar með vatni og það er sérstaklega hættulegt fyrir frumurnar í heilanum. Þá getur maður fengið heilabjúg sem þýðir að heilinn bólgnar. Of mikill vökvi leiðir að lokum til þess að heilinn á í vandræðum með öndun. Það sem getur svo leitt til dauða er að of mikill þrýstingur á sér stað á heilann, sem skaðast mikið vegna þess og hættir svo að lokum að anda. Marianne Lande Hallingskog (32 ára) frá Porsgrunn í Noregi man vel eftir deginum sem átti að vera skemmtilegur stelpudagur í júli 2012. Til að vera ekki of drukkin og þurfa að eiga við timburmenn daginn eftir drakk hún hreint vatn með áfenginu. Hún hafði heyrt að það virkaði.

Að lokum varð það einungis vatn sem hún drakk, og mikið af því. Hún varð veik og byrjaði að kasta upp en tengdi það við áfengið. Eftir einhvern tíma missti hún meðvitund og líkaminn tók upp á því að skjálfa og kippast til. Morguninn eftir varð hún flutt á sjúkrahús. Þar lá hún meðvitundarlaus í einn og hálfan sólarhring. Marianne hafði fengið vatnseitrun og heilinn hennar var í hættu að bólgna upp. Þegar hún var svo útskrifuð nokkrum dögum síðar sagði læknirinn að hún hefði verið nær dauða en lífi vegna þess að hún drakk of mikið vatn. Allt of mikið vatn. Hún komst loks að því að hún hafði drukkið sex til sjö lítra af hreinu vatni meðfram áfenginu á undir fjórum klukkutímum. Hún komst lífs af frá þessu og það tók hana nokkra vikur að jafna sig. Á tímabili þurfti hún að mæla allt vatn sem hún drakk.

Hversu mikið vatn á að drekka?

Þú átt að drekka vatn sem þorstadrykk. Ef þú finnur að þú ert að verða þyrstur, fáðu þér vatn. Ekki fyrirbyggja þorsta með of mikilli vatnsdrykkju. Vatnsdrykkja má aldrei og ætti aldrei að verða að einhverri áráttu. Drekktu nóg, og sumir læknar segja að einn líter á dag sé nóg ef þú ert að drekka eitthvað annað meðfram vatninu líkt og kaffi og annað. Bættu við þig hálfum lítra til viðbótar ef þú ert að spara pening, taka þig á líkamlega eða sem dæmi að minnka óhóflega drykkju annarra drykkja.

 -Ásgeir Ólafsson, Þjálfari / Átak heilsurækt

lettaleidin@gmail.com

Nýjast