Gera athugasemd við að starfs- menn barnahúss reki sálfræðistofu

Félag ábyrgra foreldra á Akureyri hefur sent Barnaverndarstofu bréf vegna tveggja starfsmanna barnahúss sem nýlega opnuðu einkarekna sálfræðistofu. Sálfræðistofan sem starfsmennirnir stofnuðu veitir m.a þolendum kynferðisbrota og annars ofbeldis sálfræðilega aðstoð.  

Í bréfinu krefst félagið svara við því hvort Barnaverndarstofa telji slíkt samrýmast störfum þeirra hjá barnahúsi, en starfsmenn þar eigi að vera hlutlausir og óháðir opinberir starfsmenn. Félagið telur gjörð starfsmannanna rýra hlutleysisímynd barnahúss og telur óheppilegt að þeir geti haft á þann hátt hugsanlegan fjárhagslegann ábata af þolendum kynferðisbrota sem leita til barnahúss. Félagið krefst einnig ítarlegra upplýsinga allt til ársins 2003 hvort einhverjir starfsmenn barnahúss hafi unnið við eða verið í einkarekstri af sama tagi, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast