17. febrúar, 2010 - 15:29
Geir Kristinn Aðalsteinsson, rekstrarstjóri hjá Vodafone, er nýr oddviti L-listans, lista fólksins á Akureyri og mun hann leiða lista hreyfingarinnar
í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Hann tekur við keflinu af Oddi Helga Halldórssyni, sem verið hefur oddviti flokksins og bæjarfulltrúi
frá upphafi. Oddur skipar 3. sætið að þessu sinni. Annað sætið skipar Halla Björk Reynisdóttir flugumferðarstjóri.
Tryggvi Gunnarsson sölumaður verður í fjórða sæti og Hlín Bolladóttir grunnskólakennari skipar fimmta sæti listans.
Frambjóðendur í fimm efstu sætunum voru kynntir í dag en fullskipaður listi verður kynntur í byrjun mars.