Garpar og Mammútar leika til úrslita á Janúarmótinu í krullu en riðlakeppni mótsins lauk í gærkvöld með fjórum leikjum í Skautahöll Akureyrar. Í A- riðli sigruðu Garpar lið Víkinga, 3:6, og Skytturnar unnu Svarta gengið, 6:1. Garpar unnu þar með riðilinn en liðið vann alla sína þrjá leiki á mótinu. Skytturnar urðu svo í öðru sæti með tvo sigra
Í B- riðli sigruðu Mammútar Büllevål, 10:4, og Fífurnar unnu Riddarana, 8:3. Mammútar vinna riðilinn og Fífurnar höfnuðu í öðru sæti.
Garpar og Mammútar leika um gullverðlaun á mótinu en Skytturnar og Fífurnar leika um bronsverðlaun. Leikirnir fara fram næstkomandi mánudagskvöld, þann 18. janúar.