Þema hátíðarinnar að þessu sinni er gamanmyndir enda veitir ekki af í skugga skammdegisins og stöðu þjóðmála. Afraksturinn verður sýndur í Borgarbíói þann 5. desember og þar verða veitt vegleg verðlaun fyrir bestu myndina í þemaflokki, bestu myndina í opnum flokki ásamt því að bjartasta vonin verður valin. Keppninni hefur vaxið fiskur um hrygg frá því hún fyrst var haldin og má búast við fjölmörgum keppendum sem og áhorfendum að þessu sinni. Keppnin nýtur dyggs stuðnings menningarráðs Eyþings og Rarik. Þess má geta að enn er nægur tími fyrir keppendur að skrá sig til þátttöku en skráningu lýkur þann 27. nóvember og skilafrestur mynda er til 2. desember. Áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband við Ungmenna-Húsið í síma 460-1240 eða með því að senda tölvupóst á kristjanbergmann@akureyri.is