Gamall draumur að rætast

Hilmar við nýja skálann/mynd karl eskil
Hilmar við nýja skálann/mynd karl eskil

„Draumurinn er að koma nýja skálanum á sinn stað fyrir páska en það er ekki víst að það takist, við vonum auðvitað hið besta,“ segir Hilmar Antonsson formaður Ferðafélags Akureyrar. Félagið er að byggja gönguskála sem ætlað er að leysa af hólmi gamlan skála, Lamba á Glerárdal. „Nýi skálinn er 44 fermetrar og í honum geta gist sextán manns en í gamla Lamba er gistirými fyrir sex manns, þannig að þetta verður mikil breyting, nánast bylting.

Miklir möguleikar

„Með nýja skálanum verður hægt að kynnast Glerárdal og næsta nágrenni enn betur,“ segir Hilmar Antonsson.

Nánar er rætt við hann í prentútgáfu Vikudags

Nýjast