Gallerí Miðgarðar verið opnað á ný

Gallerí Miðgarðar á Grenivík hefur verið opnað á ný eftir að hafa verið lokað að mestu leyti síðastliðinn vetur. Að galleríinu standa nokkrar handverkskonur í Grýtubakkahreppi og kom sá hópur fyrst saman í fyrra á fyrsta starfssumri. Nokkuð hefur fækkað í hópnum en þær sem eftir standa mæta galvaskar til leiks enda sælar með hinn veglega styrk frá Sænesi og Sparisjóði Höfðhverfinga, segir á vef Grýtubakkahrepps. Opnunartíminn hefur verið styttur frá því í fyrra og verður opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 13 til 17 fram í miðjan ágúst. Í galleríinu getur að líta auk hefðbundinnar prjónavöru m.a. vatnslituð tækifæriskort, eldgosahúfur og falleg harðangurshjörtu.

Nýjast