Ekkert verður af leiksýningum framhaldsskólanemanda MA og VMA í Samkomuhúsinu á Akureyri í vetur eins og verið hefur undanfarin ár. Ekki hafa náðst samningar milli stjórnenda menningarmála og leikfélög skólanna vegna hárrar leigu. Sigrún Björk Jakobsdóttir, móðir nemenda í MA, vekur athygli á þessu í aðsendri grein í nýjasta tölublaði Vikudags sem kom út í gær þar sem hún gagnrýnir þetta harðlega. Segir hún m.a. að svo virðist sem framhaldsskólanemar séu ekki velkomnir í menningarhús bæjarins.
Kjartan Þórðarson, formaður Leikfélags Menntaskólans á Akureyri, segir í samtali við blaðið að niðurstaðan sé mikil vonbrigði fyrir nemendur. Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir hendur sínar bundnar í málinu. Lengri umfjöllun um þetta mál nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 21. janúar