Ekki þurfa rjúpurnar heldur að hafa áhyggjur því að verða fyrir byssukúlum veiðimanna, alla vega ekki næstu mánuðina, því rjúpnaveiðinni lauk með formlegum hætti í lok nóvember sl. Alls var heimilt að veiða rjúpu í samtals átján daga, fjóra daga í viku frá 1. nóvember. Rjúpnaveiðin gekk ágætlega að margra mati, alla vega norðan heiða en mælst var til þess að hver veiðimaður skyti ekki fleiri en tíu fugla. Þá var sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum áfram í gildi.