Gæfar rjúpur í Seljahlíðinni á Akureyri

Það er ekki aðeins í Hrísey sem rjúpur eru gæfar, enda alfriðar þar. Þessar fallegu rjúpur voru hinar spökustu, þar sem þær sátu í makindum á skítugum snjóskafli í Seljahlíð á Akureyri fyrr í dag. Þær létu sér fátt um finnast þótt bílaumferð væri um götuna, hvað þá að þær létu ljósmyndara Vikudags trufla sig.  

Ekki þurfa rjúpurnar heldur að hafa áhyggjur því að verða fyrir byssukúlum veiðimanna, alla vega ekki næstu mánuðina, því rjúpnaveiðinni lauk með formlegum hætti í lok nóvember sl. Alls var heimilt að veiða rjúpu í samtals átján daga, fjóra daga í viku frá 1. nóvember. Rjúpnaveiðin gekk ágætlega að margra  mati, alla vega norðan heiða en mælst var til þess að hver veiðimaður skyti ekki fleiri en tíu fugla. Þá var sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum áfram í gildi.

Nýjast